Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg.

Innlent
Fréttamynd

„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene

Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst.

Lífið
Fréttamynd

Kol­féll fyrir Amsterdam og hollenskum strák

„Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.

Lífið
Fréttamynd

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lenskur skurð­læknir hlúir að fólki í Magdeburg

Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar­mennirnir gátu ekki horft í augun á Frey

Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar

Fótbolti
Fréttamynd

Lofaði konunni að flytja ekki til Ís­lands

Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið.

Handbolti
Fréttamynd

Af­þakkaði boð Sam­herja og fékk 35 milljóna reikning

Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Féll í mynd­list en fann sig sem mynd­listar­maður

„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Menning
Fréttamynd

Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál

Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. 

Lífið
Fréttamynd

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Halla á lista For­bes yfir áhrifa­mestu konur heims

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Daníel fær 24 ára dóm til við­bótar fyrir barna­níð

Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu.

Erlent
Fréttamynd

„Erfitt að vinna með ein­hverjum betri en Heimi“

Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki. 

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur hand­tekinn í Rúss­landi

Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á leiðinni frá Rússlandi til Japans og í kjölfarið vísað úr landi. Hann er sagður hafa verið handtekinn fyrir að ferðast ólöglega með bát yfir landamæri Rússlands til Japans. 

Erlent
Fréttamynd

„Held að þetta sé ekki al­gengt á Ís­landi“

Ís­lands­tenging er danska úr­vals­deildar­félaginu Lyng­by mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vig­fús Arnar Jósefs­son. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efni­legum og góðum leik­mönnum á Ís­landi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lauf­ey Lín og Bjarki á lista Forbes

Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson.

Lífið
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Auður ein­hleypur og skýtur á yfir­völd vegna Yazans

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu.

Tónlist
Fréttamynd

Sigraði í al­þjóð­legri kokteilakeppni á Kýpur

Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni sem haldin var í Limassol á Kýpur um síðustu helgi. Margir af fremstu barþjónum heims tóku þátt í keppninni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áður sigrað landskeppnir eða sigrað í alþjóðlegum keppnum.

Lífið
Fréttamynd

Ó­gleyman­legt að vinna fyrir Rihönnu

Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti.

Tíska og hönnun