Ógnin úr austri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun