Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. mars 2018 17:29 Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu. VISIR/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar. Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar. Lögreglan telur fullvíst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars hafa 5 innbrot í heimahús verið tilkynnt til lögreglu og lítur því út fyrir að innbrotahrinan sé á enda. Lögreglan hefur undanfarið gert húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið af þýfi og hafist handa við að koma því í hendur réttra eigenda. Einnig hefur verið lagt hald á þýfi sem smygla átti úr landi með póstsendingum. Ljóst er að verðmæti þýfisins hleypur á milljónum. Aðferð þjófanna hefur hvað helst verið að brjótast inn í svefnherbergi fólks að degi til og stela þaðan skartgripum. Alls hafa sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinunni. Þar af eru sex í haldi lögreglu en einn karlanna er í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Allir eru karlarnir erlendir ríkisborgarar. Lögregla leggur sem fyrr áherslu á að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu, hugi vel að öryggi húss síns og tilkynni undarlegar mannaferðir. Gott er að fólk skrifi hjá sér bílnúmer, taki myndir og tilkynni til lögreglunnar.
Innlent Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25