Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2018 16:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir samstarfsörðugleika í þingflokknum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, treystir því að sættir náist. Mynd/samsett „Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
„Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira