Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2018 12:54 Haukur og Eva sem rekur eitt og annað í málinu sem henni sýnist ekki ganga upp. Og það veitir henni vonarglætu um að sonur hennar sé hugsanlega á lífi. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er af eftir átök í Sýrlandi, segir hið eina sem fyrirliggjandi er í málinu, hið eina sem hægt er að slá föstu er að „við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og við verðum að leita með því hugarfari að hann sé á lífi og í lífshættu.“ Þetta kemur fram í nýjum pistli Evu á vefsíðu sinni en þar hefur hún greint vinum og velunnurum frá gangi mála en aðstandendur Hauks hafa til að mynda leitað til íslenskra yfirvalda með það fyrir augum að þau beiti sér gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum; að formlegar og staðfestar upplýsingar um fregnir af dauða Hauks verði veittar. Áður hefur Eva sagt að hún telji það nánast útilokað að sonur hennar finnist á lífi. „Fyrir viku taldi ég nánast útilokað að sonur minn væri á lífi. Ég hélt hreinlega að talsmenn hreyfingarinnar sem hann vann með myndu ekki fullyrða það nema það væri hafið yfir vafa. En þegar nánar er að gætt þá virðast þeirra upplýsingar bara byggðar á sögusögnum og getgátum.“ Svo hefst pistill Evu en hún fer svo yfir eitt og annað sem ekki stenst. Svo sem það að í fyrstu var Haukur sagður hafa fallið fyrir byssukúlu, þá í sprengjuárás. Og svo framvegis. En, skilmerkilegan pistil Evu getur að líta hér neðar í heild sinni.Eva Hauksdóttir heldur í vonina um að sonur hennar kunni að vera á lífi.Haukur gæti verið á lífi „Fyrir viku taldi ég nánast útilokað að sonur minn væri á lífi. Ég hélt hreinlega að talsmenn hreyfingarinnar sem hann vann með myndu ekki fullyrða það nema það væri hafið yfir vafa. En þegar nánar er að gætt þá virðast þeirra upplýsingar bara byggðar á sögusögnum og getgátum. Talsmenn IFB fullyrða að Haukur hafi látist í þessari árás 24. febrúar en þeir geta ekki bent á neitt lík og 17 dögum síðar geta þeir ekki gefið upp tímasetningu. Talsmenn IFB halda því fram að tilkynningin hafi verið birt vegna þess að tyrkneskir miðlar hefðu þá þegar birt frétt þessa efnis. Þeir geta ekki bent á þá heimild og hugsanlega er þetta misskilningur. En hafi Tyrkir í alvöru birt frétt á undan Kúrdum þá þýðir það einfaldlega að Haukur hefur verið pyntaður til þess að gefa persónuupplýsingar sem hann gefur ekki öðrum en þeim sem hann treystir og því aðeins að góð ástæða sé til. Og ef þeir náðu honum lifandi þá er líklegt að hann sé ennþá á lífi. Hann hefur upplýsingar sem Tyrkir myndu gjarnan vilja komast yfir og hann lætur þær ekki fúslega af hendi. Talsmenn IFB segja að vitni hafi séð Hauk falla. Fyrst átti hann að hafa fallið fyrir skothríð en nú segja þeir að hann hafi látist þegar sprengju var varpað á svæðið. Vitni hljóta að gera greinarmun á þessu tvennu. Þeir hafa ekki talað við nein vitni milliliðalaust og þeir geta heldur ekki bent mér á neina sjónarvotta. Segja bara að vitni muni hafa samband við mig síðar. Það eru semsagt engar áreiðanlegar heimildir fyrir því að Haukur sé látinn. Það gæti allt eins verið að félagar hans hafi bara misst sjónar á honum og ályktað (réttilega eða ranglega) að hann hafi fallið. Ef var enginn vafi á falli hans, af hverju var þá leitað að honum í öllum sjúkrabúðum? Ef hann varð fyrir sprengjuregni og ekkert vafamál að hann væri látinn, af hverju fóru menn þá inn á svæðið sem verið var að bombardera? Þeir hljóta að hafa farið til að sækja særða. Ef þetta var svona mikið á hreinu, hversvegna var þá ekki haft samband við mig? Hversvegna biðu þeir þá í 10 daga með að segja frá þessu? Fólk sem hefur verið í Rojava segir okkur að það sé engin almennileg skýrslugerð eða utanumhald um upplýsingar hjá andspyrnuhreyfingum þar. Ég held að við getum ekki treyst því að forvígismenn IFB og YPG viti neitt meira en við en auk þess er síma- og netsamband við Sýrland lélegt og stopult og tungumálaerfiðleikar í þokkabót. Það eina sem við getum slegið föstu í augnablikinu er að við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og við verðum að leita með því hugarfari að hann sé á lífi og í lífshættu.“ Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er af eftir átök í Sýrlandi, segir hið eina sem fyrirliggjandi er í málinu, hið eina sem hægt er að slá föstu er að „við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og við verðum að leita með því hugarfari að hann sé á lífi og í lífshættu.“ Þetta kemur fram í nýjum pistli Evu á vefsíðu sinni en þar hefur hún greint vinum og velunnurum frá gangi mála en aðstandendur Hauks hafa til að mynda leitað til íslenskra yfirvalda með það fyrir augum að þau beiti sér gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum; að formlegar og staðfestar upplýsingar um fregnir af dauða Hauks verði veittar. Áður hefur Eva sagt að hún telji það nánast útilokað að sonur hennar finnist á lífi. „Fyrir viku taldi ég nánast útilokað að sonur minn væri á lífi. Ég hélt hreinlega að talsmenn hreyfingarinnar sem hann vann með myndu ekki fullyrða það nema það væri hafið yfir vafa. En þegar nánar er að gætt þá virðast þeirra upplýsingar bara byggðar á sögusögnum og getgátum.“ Svo hefst pistill Evu en hún fer svo yfir eitt og annað sem ekki stenst. Svo sem það að í fyrstu var Haukur sagður hafa fallið fyrir byssukúlu, þá í sprengjuárás. Og svo framvegis. En, skilmerkilegan pistil Evu getur að líta hér neðar í heild sinni.Eva Hauksdóttir heldur í vonina um að sonur hennar kunni að vera á lífi.Haukur gæti verið á lífi „Fyrir viku taldi ég nánast útilokað að sonur minn væri á lífi. Ég hélt hreinlega að talsmenn hreyfingarinnar sem hann vann með myndu ekki fullyrða það nema það væri hafið yfir vafa. En þegar nánar er að gætt þá virðast þeirra upplýsingar bara byggðar á sögusögnum og getgátum. Talsmenn IFB fullyrða að Haukur hafi látist í þessari árás 24. febrúar en þeir geta ekki bent á neitt lík og 17 dögum síðar geta þeir ekki gefið upp tímasetningu. Talsmenn IFB halda því fram að tilkynningin hafi verið birt vegna þess að tyrkneskir miðlar hefðu þá þegar birt frétt þessa efnis. Þeir geta ekki bent á þá heimild og hugsanlega er þetta misskilningur. En hafi Tyrkir í alvöru birt frétt á undan Kúrdum þá þýðir það einfaldlega að Haukur hefur verið pyntaður til þess að gefa persónuupplýsingar sem hann gefur ekki öðrum en þeim sem hann treystir og því aðeins að góð ástæða sé til. Og ef þeir náðu honum lifandi þá er líklegt að hann sé ennþá á lífi. Hann hefur upplýsingar sem Tyrkir myndu gjarnan vilja komast yfir og hann lætur þær ekki fúslega af hendi. Talsmenn IFB segja að vitni hafi séð Hauk falla. Fyrst átti hann að hafa fallið fyrir skothríð en nú segja þeir að hann hafi látist þegar sprengju var varpað á svæðið. Vitni hljóta að gera greinarmun á þessu tvennu. Þeir hafa ekki talað við nein vitni milliliðalaust og þeir geta heldur ekki bent mér á neina sjónarvotta. Segja bara að vitni muni hafa samband við mig síðar. Það eru semsagt engar áreiðanlegar heimildir fyrir því að Haukur sé látinn. Það gæti allt eins verið að félagar hans hafi bara misst sjónar á honum og ályktað (réttilega eða ranglega) að hann hafi fallið. Ef var enginn vafi á falli hans, af hverju var þá leitað að honum í öllum sjúkrabúðum? Ef hann varð fyrir sprengjuregni og ekkert vafamál að hann væri látinn, af hverju fóru menn þá inn á svæðið sem verið var að bombardera? Þeir hljóta að hafa farið til að sækja særða. Ef þetta var svona mikið á hreinu, hversvegna var þá ekki haft samband við mig? Hversvegna biðu þeir þá í 10 daga með að segja frá þessu? Fólk sem hefur verið í Rojava segir okkur að það sé engin almennileg skýrslugerð eða utanumhald um upplýsingar hjá andspyrnuhreyfingum þar. Ég held að við getum ekki treyst því að forvígismenn IFB og YPG viti neitt meira en við en auk þess er síma- og netsamband við Sýrland lélegt og stopult og tungumálaerfiðleikar í þokkabót. Það eina sem við getum slegið föstu í augnablikinu er að við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og við verðum að leita með því hugarfari að hann sé á lífi og í lífshættu.“
Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45