Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. Vísir/Vilhelm Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14