Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 23:44 Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram. Bill Cosby Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram.
Bill Cosby Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira