Íslenski boltinn

Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni síðasta sumar.
Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni síðasta sumar. vísir/anton
Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. Þetta kemur fram á  Fótbolta.net í dag.

Vísir greindi frá því í morgun að aga- og úrskurðarnenfd KSÍ hefði ákveðið að sekta knattspyrnudeild Vals um 100 þúsund vegna ummæla Ólafs þar sem hann ýjaði að því að Víkingur R og Völsungur hefðu komið sér saman um úrslitin í hinum fræga 16-0 leik liðanna árið 2013.

Sjá einnig:Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins

„Ég tel allar líkur á að við áfrýjum því að dómurinn beinist gegn okkur þrátt fyrir að við höfum alveg haldið okkur frá þessari umræðu,“ sagði Edvard Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals í frétt Fótbolta.net.

Edvard Börkur segir Knattspyrnufélagið Val ekki hafa neina skoðun á umræddum leik eða úrslitum hans, KSÍ sé að beina spjótum sínum að Val þar sem Ólafur Jóhannesson er í vinnu hjá félaginu.

„Okkur finnst þessi dómur hálf kjánalegur af því að hann beinist að Val. Við sem félag tökum ekki undir það sem Ólafur sagði í þessu viðtali.“

Hann sagði jafnframt að búið sé að blása þetta mál of mikið upp og tími sé kominn á að félögin sem um ræðir og Ólafur fari að hugsa um eitthvað annað.

Knattspyrnudeild Víkings R. lítur málið hins vegar mjög alvarlegum augum og Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri deildarinnar, sagði í viðtali við Akraborgina að það kæmi til greina að kæra Ólaf fyrir meiðyrði.


Tengdar fréttir

Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“

Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.

Víkingar senda frá sér yfirlýsingu

Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×