Brimrótið og baslið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:00 Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun