Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“ Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira