Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:26 Rex Tillerson í ræðupúlti utanríkisráðuneytisins. Skjáskot Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50