Meiri kvíði Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns.
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun