Þrjár erlendar konur létust eftir að hafa gengist undir magaminnkunaraðgerð hjá íslenskum lækni Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 20:53 Landlæknisembættið rannsakar dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu. Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00
Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00