Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 20:30 Þorsteinn V. Einarsson er forsprakki byltingarinnar sem vakið hefur athygli undir myllumerkinu #karlmennskan. Mynd/Samsett Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta „eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir, sem margar eru samtvinnaðar hugmyndum um karlmennsku. Þorsteinn V. Einarsson hrinti byltingunni af stað í dag en hann segir Sóleyju Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, hafa laumað hugmyndinni að sér í morgun. Þorsteinn kveðst hafa gripið boltann á lofti og hvatt karlmenn til að deila sögum af téðri „eitraðri karlmennsku“ á samfélagsmiðlum. „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,“ skrifaði Þorsteinn í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag.Konur yfir sig hrifnar en karlar örlítið feimnariÞorsteinn segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við átakinu hafi verið góð. Hann tekur þó eftir greinilegum mun á viðbrögðum kynjanna og segir konur taka sérstaklega vel í boðskapinn. Karlar virðast hins vegar örlítið feimnari við að lýsa opinberlega yfir stuðningi við átakið og taka þátt í því. „Og það er partur af því hversu mikilvægt það er að fjalla um þetta, nefnilega að viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og sterk hjá konum. Konur hafa tekið þessu fagnandi en það hefur verið aðeins minna um viðbrögð hjá kynbræðrum mínum,“ segir Þorsteinn.Ávarpa kynjaðan veruleikaAð sögn Þorsteins hefur þó mikillar ánægju og þakklætis gætt hjá karlmönnum vegna #karlmennskunnar og honum hafi borist nokkur fjöldi einkaskilaboða. „Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem karlmenn hafa sagst vera ánægðir með þetta og þakkað mér fyrir en hafa ekki verið tilbúnir til þess að deila sínum sögum. Þetta undirstrikar í raun hver staðan er,“ segir Þorsteinn en ítrekar að hann sé þó ekki að gera lítið úr viðbrögðum karlanna. Þau endurspegli hins vegar hversu þarft átak af þessu tagi er. „Það má ekki vera þannig að strákar upplifi t.d. #MeToo-byltinguna sem persónulega árás á sig, vegna þess að hún er það alls ekki. Hún er árás á þetta kerfisbundna ójafnrétti sem við viðhöldum í afstöðu- og andvaraleysi okkar. Við viljum ávarpa þennan kynjaða veruleika.“Hér að neðan má sjá nokkrar færslur karlmanna undir myllumerkinu #karlmennskan.Ég grét um daginn í rútunni á leið í útileik með liðinu mínu þegar ég horfði á Interstellar (faðir-dóttir dæmið rennur beint í grátkirtlana) reyndi að halda í mér og fela eins og ég gat #karlmennskan— Rúnar Kárason (@runarkarason) March 13, 2018 Ég var þjakaður af vanlíðan á mínum unglingsárum. Mér leið það illa að mig langaði oft að deyja. Í staðinn fyrir að leita mér hjálpar sálfræðings þá fór ég að brjóta af mér til að "lenda hjá skólasálfræðingnum". Þorði svo ekkert að ræða við hana né sýna tilfinningar #Karlmennskan— Maggi Peran (@maggiperan) March 13, 2018 Ég játa að í hvert skipti sem ég tjái mig með femínisma eða gegn eitraðri karlmennsku svitna ég köldum svita um hverskonar hatursviðbrögð ég muni fá, þó ég þykist vera grjótharður. Og það á líka við um þessa færslu #karlmennskan— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) March 13, 2018 Hafandi unnið á leikskóla í meira en 12 ár og ennþá fá spurninguna "ætlaru ekki að fara bráðum að hætta þessu og finna þér eitthvað annað starf?" Meinandi að ég sem karlmaður eigi að vinna við eitthvað annað #karlmennskan— Baldvin Már (@baldvinmb) March 13, 2018 Mér finnst Baileys ógeðslega gott. Panta það samt helst ekki á bar af því að #karlmennskan pic.twitter.com/uv6lCVGhqm— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2018 Ég elska @taylorswift13 og horfi á Greys og skammast mín stundum fyrir #karlmennskan— Brynjar Smári (@Brynjar_Smari) March 13, 2018 #karlmennskan Tweets Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta „eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir, sem margar eru samtvinnaðar hugmyndum um karlmennsku. Þorsteinn V. Einarsson hrinti byltingunni af stað í dag en hann segir Sóleyju Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, hafa laumað hugmyndinni að sér í morgun. Þorsteinn kveðst hafa gripið boltann á lofti og hvatt karlmenn til að deila sögum af téðri „eitraðri karlmennsku“ á samfélagsmiðlum. „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,“ skrifaði Þorsteinn í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag.Konur yfir sig hrifnar en karlar örlítið feimnariÞorsteinn segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við átakinu hafi verið góð. Hann tekur þó eftir greinilegum mun á viðbrögðum kynjanna og segir konur taka sérstaklega vel í boðskapinn. Karlar virðast hins vegar örlítið feimnari við að lýsa opinberlega yfir stuðningi við átakið og taka þátt í því. „Og það er partur af því hversu mikilvægt það er að fjalla um þetta, nefnilega að viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og sterk hjá konum. Konur hafa tekið þessu fagnandi en það hefur verið aðeins minna um viðbrögð hjá kynbræðrum mínum,“ segir Þorsteinn.Ávarpa kynjaðan veruleikaAð sögn Þorsteins hefur þó mikillar ánægju og þakklætis gætt hjá karlmönnum vegna #karlmennskunnar og honum hafi borist nokkur fjöldi einkaskilaboða. „Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem karlmenn hafa sagst vera ánægðir með þetta og þakkað mér fyrir en hafa ekki verið tilbúnir til þess að deila sínum sögum. Þetta undirstrikar í raun hver staðan er,“ segir Þorsteinn en ítrekar að hann sé þó ekki að gera lítið úr viðbrögðum karlanna. Þau endurspegli hins vegar hversu þarft átak af þessu tagi er. „Það má ekki vera þannig að strákar upplifi t.d. #MeToo-byltinguna sem persónulega árás á sig, vegna þess að hún er það alls ekki. Hún er árás á þetta kerfisbundna ójafnrétti sem við viðhöldum í afstöðu- og andvaraleysi okkar. Við viljum ávarpa þennan kynjaða veruleika.“Hér að neðan má sjá nokkrar færslur karlmanna undir myllumerkinu #karlmennskan.Ég grét um daginn í rútunni á leið í útileik með liðinu mínu þegar ég horfði á Interstellar (faðir-dóttir dæmið rennur beint í grátkirtlana) reyndi að halda í mér og fela eins og ég gat #karlmennskan— Rúnar Kárason (@runarkarason) March 13, 2018 Ég var þjakaður af vanlíðan á mínum unglingsárum. Mér leið það illa að mig langaði oft að deyja. Í staðinn fyrir að leita mér hjálpar sálfræðings þá fór ég að brjóta af mér til að "lenda hjá skólasálfræðingnum". Þorði svo ekkert að ræða við hana né sýna tilfinningar #Karlmennskan— Maggi Peran (@maggiperan) March 13, 2018 Ég játa að í hvert skipti sem ég tjái mig með femínisma eða gegn eitraðri karlmennsku svitna ég köldum svita um hverskonar hatursviðbrögð ég muni fá, þó ég þykist vera grjótharður. Og það á líka við um þessa færslu #karlmennskan— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) March 13, 2018 Hafandi unnið á leikskóla í meira en 12 ár og ennþá fá spurninguna "ætlaru ekki að fara bráðum að hætta þessu og finna þér eitthvað annað starf?" Meinandi að ég sem karlmaður eigi að vinna við eitthvað annað #karlmennskan— Baldvin Már (@baldvinmb) March 13, 2018 Mér finnst Baileys ógeðslega gott. Panta það samt helst ekki á bar af því að #karlmennskan pic.twitter.com/uv6lCVGhqm— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2018 Ég elska @taylorswift13 og horfi á Greys og skammast mín stundum fyrir #karlmennskan— Brynjar Smári (@Brynjar_Smari) March 13, 2018 #karlmennskan Tweets
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira