Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 67-71 | Haukar eru deildarmeistarar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. mars 2018 22:15 Haukar fagna í leikslok vísir/Andri Marinó Haukar eru deildarmeistarar í körfubolta kvenna eftir sigur á Val í Domino’s deildinni í Valsheimilinu í kvöld. Enn eru þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni en Haukar eru með sex stiga forskot á Val og hafa betur í innbyrðis viðureignum. Hafnfirðingarnir hafa ekki tapað í síðustu 14 deildarleikjum sínum og hafa því unnið öll liðin í deildinni tvisvar í röð og eru eins og staðan er líklegasta liðið til þess að hampa stóra titlinum í vor. Haukar byrjuðu leikinn í kvöld á að skora fyrstu tvær körfurnar og voru í raun alltaf með forystuna. Í fyrri hálfleik, og þá fyrsta leikhluta sérstaklega, voru Haukakonur að spila virkilega vel, boltinn flaut vel á milli leikmanna í sóknarleiknum og þær opnuðu Valsvörnina auðveldlega aftur og aftur. Annar leikhluti var mjög dapur framan af hjá báðum liðum og komu fjórar sóknir í röð þar sem liðin töpuðu boltanum á kjánalegum mistökum. Það kviknaði hins vegar aðeins í liðunum síðust tvær mínúturnar í fyrri hálfleik og stigaskorið komst upp fyrir tíu stigin hjá liðunum í öðrum leikhluta. Valskonur spiluðu frábæra vörn á lokasprettinum og lokuðu vel á Hauka. Munurinn var aðeins tvö stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, 37-39. Þriðji leikhluti var álíkur öðrum. Það var mikil barátta og varnarvinna beggja liða nokkuð góð. Þá hjálpaði ekki til að bæði lið voru að hitta mjög illa í kvöld. Valur var ekki kominn yfir 50 stigin fyrir loka fjórðunginn sem setur sína mynd á hvernig leikurinn var. Í loka fjórðungnum var skorað mun meira, eins og við var að búast þegar svo mikið var undir. Loka mínúturnar voru æsi spennandi og voru Valskonur aðeins hársbreidd frá því að jafna leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir, en þriggja stiga skot Aalyah White fór ekki ofan í og Haukar fóru með 67-71 sigur.Afhverju unnu Haukar? Gestirnir voru með forystuna allan leikinn og voru sterkari aðilinn. Þær voru að spila virkilega flottan sóknarbolta til að byrja með og í gegnum allan leikinn hittu þær betur heldur en Valur, að undanskildum stuttum kafla í seinni hálfleik þegar ekkert gekk hjá þeim. Varnarleikur Hauka var oft á tíðum mjög góður, sama má reyndar segja um Valsliðið megnið af leiknum.Hverjar stóðu upp úr? Þóra Kristín Jónsdóttir átti virkilega stór skot á réttum augnablikum. Hún setti tvo þrista niður með stuttu millibili þegar jafnt var með liðunum og kom mjög sterk inn undir lokin. Þá var Helena Sverrisdóttir áberandi í Haukaliðinu að vanda. Hjá Val átti Bergþóra Holton Tómasdóttir virkilega flottan leik. Hún réð vel við Helenu í vörninni og átti fínar innkomur í sóknarleikinn á meðan aðrir leikmenn Vals áttu slæman dag.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna á löngum köflum í leiknum, en sérstaklega þó heimakonur. Þær settu niður einn þrist í leiknum, úr 18 tilraunum. Þá voru Valskonur oft á tíðum ragar í sókninni og þorðu ekki að skjóta, sem þó var kannski skiljanlegt miðað við lélega nýtingu í leiknum, og keyrðu ekki nógu ákaft á körfuna. Þá var mikið um klaufalega tapaða bolta, sendingar sem voru ónákvæmar, beint út af eða mjög auðlesnar.Hvað gerist næst? 26. umferðin er leikin á laugardaginn. Þá fara Valskonur til Njarðvíkur en Haukar mæta Blikum að Ásvöllum og fá að öllum líkindum bikarmeistaratitilinn afhentan að leik loknum.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.Vísir/andri marínóIngvar: Stór bæting frá síðustu leikjum „Mér líður mjög vel. Frábært að ná að klára þetta núna,“ sagði kátur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Fyrir leikinn þá talaði Ingvar um að honum fyndist liðið hafa verið slakt í síðustu leikjum en hann var ánægður með sínar konur í dag. „Það var ekki sami doði yfir okkur eins og hefur verið, enda hefði það verið frekar dapurt í svona stórum leik að mæta ekki tilbúnar. Þetta var stór bæting frá því sem að hefur verið í síðustu leikjum.“ Leikurinn var ekki sá besti fyrir áhorfandann, mikil barátta í leiknum og lítið um dýrðir. „Mér fannst þetta lengi vel í fyrri hálfleik betra. Í seinni hálfleik komu taugarnar kannski inn í þegar það varð ljóst hvað var undir. Mikil barátta og góð vörn en ekki bratt á sóknarleiknum hjá báðum liðum.“ „Við erum full sjálfstraust, annars væri okkur ekki búið að ganga svona vel, en nú þarf bara að byggja ofan á þetta og nýta okkur til góða,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Vísir/andri marínóDarri: Óeðlilegt að vera með 5 prósent skotnýtingu „Þetta var leikur hinna sterku varna,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Skotnýtingin var ekkert til að hrópa húrra fyrir, fyrir utan í fyrsta leikhlutanum. Þetta var svona „grind it out,“ leikur, smá úrslitakeppnislykt af þessu sem er bara skemmtilegt.“ „Við hefðum getað búið okkur til betri tækifæri til þess að skora. Mér finnst óeðlilegt að við skjótum á 5 prósenti fyrir utan þriggja stiga línuna, og kannski má gera ráð fyrir því að það skáni, en vörnin var frábær.“ Verður skotæfing hjá Valsliðinu á morgun? „Það verður hugræn atferlismeðferð.“ Fyrir leikinn virtist Darri ekki leggja of mikla áherslu á þennan leik sem einhvern úrslitaleik í rimmunni um deildarmeistaratitilinn, hann var nokkuð ánægður með að sæti í úrslitakeppninni sjálfri væri tryggt. „Við sýndum nokkrar ansi bjartar hliðar. Mér fannst hugarfarið okkar flott og fullt af flottum hlutum sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Darri Freyr Atlason.Vísir/andri marínóHelena: Allir hungraðir í þennan stóra „Við vissum að þetta yrði baráttuleikur eins og hann var. Var kannski ekki fallegur körfubolti en það voru allir að leggja allt sitt í þetta og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar og liðið mitt í heildina,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. Það var hægt að taka undir með Helenu að leikurinn var ekki fallegur á að horfa. Það var mikið um baráttu og lítið skorað. „Ég er alveg drullu þreytt, þreyttari en vanalega. Það var mikið dæmt og þá varð þetta að ennþá meiri baráttu.“ Sjálfstraustið er hátt í Hafnarfirðinum þar sem liðið hefur unnið síðustu 14 leiki sína í deildinni í röð, sem þýðir að þær hafa unnið öll liðin í deildinni tvisvar í röð, fara með heimavallarrétt í úrslitakeppnina og verða að teljast líklegir Íslandsmeistarar. „Þetta var fyrsta markmiðið. Við eigum þrjá leiki í deildinni sem við þurfum að klára en við losnum við smá pressu með að vera búnar að tryggja okkur heimaréttinn í úrslitakeppninni. Núna vill maður vera með sjálfstraust og allt það, en það er ótrúlega mikið eftir af vetrinum.“ „Þetta er geggjað en það eru þrír leikir eftir og svo úrslitakeppnin.“ „Þetta lið er að vinna saman í fyrsta skipti, við urðum deildarmeistarar 2016 en þá vorum við með allt öðruvísi lið. Við erum með mjög ungar stelpur og ég fann að þær voru svolítið stressaðar í dag svo ég þurfti aðeins að reyna að stíga upp og taka pressuna af þeim. Við njótum þessa sigurs í nokkura daga og svo fáum við bikarinn afhentan einhvern tíman og það verður veisla.“ „Allir körfuboltamenn vita að úrslitakeppnin er allt önnur keppni og þá eru allir á núlli.“ Haukar eru nú deildarmeistarar í körfubolta bæði hjá körlum og konum, en karlaliðið tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í síðustu viku, svo lífið er ljúft í herbúðum Hauka. „Það eru allir mjög hungraðir enn þá. Geggjað að fá bikar, við elskum bikara í Hafnarfirði, en núna er þessi stóri sem bíður okkar og það eru allir hungraðir í hann,“ sagði Helena Sverrisdóttir.Vísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/Andri MarínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/Andri MarinóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínó Dominos-deild kvenna
Haukar eru deildarmeistarar í körfubolta kvenna eftir sigur á Val í Domino’s deildinni í Valsheimilinu í kvöld. Enn eru þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni en Haukar eru með sex stiga forskot á Val og hafa betur í innbyrðis viðureignum. Hafnfirðingarnir hafa ekki tapað í síðustu 14 deildarleikjum sínum og hafa því unnið öll liðin í deildinni tvisvar í röð og eru eins og staðan er líklegasta liðið til þess að hampa stóra titlinum í vor. Haukar byrjuðu leikinn í kvöld á að skora fyrstu tvær körfurnar og voru í raun alltaf með forystuna. Í fyrri hálfleik, og þá fyrsta leikhluta sérstaklega, voru Haukakonur að spila virkilega vel, boltinn flaut vel á milli leikmanna í sóknarleiknum og þær opnuðu Valsvörnina auðveldlega aftur og aftur. Annar leikhluti var mjög dapur framan af hjá báðum liðum og komu fjórar sóknir í röð þar sem liðin töpuðu boltanum á kjánalegum mistökum. Það kviknaði hins vegar aðeins í liðunum síðust tvær mínúturnar í fyrri hálfleik og stigaskorið komst upp fyrir tíu stigin hjá liðunum í öðrum leikhluta. Valskonur spiluðu frábæra vörn á lokasprettinum og lokuðu vel á Hauka. Munurinn var aðeins tvö stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, 37-39. Þriðji leikhluti var álíkur öðrum. Það var mikil barátta og varnarvinna beggja liða nokkuð góð. Þá hjálpaði ekki til að bæði lið voru að hitta mjög illa í kvöld. Valur var ekki kominn yfir 50 stigin fyrir loka fjórðunginn sem setur sína mynd á hvernig leikurinn var. Í loka fjórðungnum var skorað mun meira, eins og við var að búast þegar svo mikið var undir. Loka mínúturnar voru æsi spennandi og voru Valskonur aðeins hársbreidd frá því að jafna leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir, en þriggja stiga skot Aalyah White fór ekki ofan í og Haukar fóru með 67-71 sigur.Afhverju unnu Haukar? Gestirnir voru með forystuna allan leikinn og voru sterkari aðilinn. Þær voru að spila virkilega flottan sóknarbolta til að byrja með og í gegnum allan leikinn hittu þær betur heldur en Valur, að undanskildum stuttum kafla í seinni hálfleik þegar ekkert gekk hjá þeim. Varnarleikur Hauka var oft á tíðum mjög góður, sama má reyndar segja um Valsliðið megnið af leiknum.Hverjar stóðu upp úr? Þóra Kristín Jónsdóttir átti virkilega stór skot á réttum augnablikum. Hún setti tvo þrista niður með stuttu millibili þegar jafnt var með liðunum og kom mjög sterk inn undir lokin. Þá var Helena Sverrisdóttir áberandi í Haukaliðinu að vanda. Hjá Val átti Bergþóra Holton Tómasdóttir virkilega flottan leik. Hún réð vel við Helenu í vörninni og átti fínar innkomur í sóknarleikinn á meðan aðrir leikmenn Vals áttu slæman dag.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna á löngum köflum í leiknum, en sérstaklega þó heimakonur. Þær settu niður einn þrist í leiknum, úr 18 tilraunum. Þá voru Valskonur oft á tíðum ragar í sókninni og þorðu ekki að skjóta, sem þó var kannski skiljanlegt miðað við lélega nýtingu í leiknum, og keyrðu ekki nógu ákaft á körfuna. Þá var mikið um klaufalega tapaða bolta, sendingar sem voru ónákvæmar, beint út af eða mjög auðlesnar.Hvað gerist næst? 26. umferðin er leikin á laugardaginn. Þá fara Valskonur til Njarðvíkur en Haukar mæta Blikum að Ásvöllum og fá að öllum líkindum bikarmeistaratitilinn afhentan að leik loknum.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.Vísir/andri marínóIngvar: Stór bæting frá síðustu leikjum „Mér líður mjög vel. Frábært að ná að klára þetta núna,“ sagði kátur Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Fyrir leikinn þá talaði Ingvar um að honum fyndist liðið hafa verið slakt í síðustu leikjum en hann var ánægður með sínar konur í dag. „Það var ekki sami doði yfir okkur eins og hefur verið, enda hefði það verið frekar dapurt í svona stórum leik að mæta ekki tilbúnar. Þetta var stór bæting frá því sem að hefur verið í síðustu leikjum.“ Leikurinn var ekki sá besti fyrir áhorfandann, mikil barátta í leiknum og lítið um dýrðir. „Mér fannst þetta lengi vel í fyrri hálfleik betra. Í seinni hálfleik komu taugarnar kannski inn í þegar það varð ljóst hvað var undir. Mikil barátta og góð vörn en ekki bratt á sóknarleiknum hjá báðum liðum.“ „Við erum full sjálfstraust, annars væri okkur ekki búið að ganga svona vel, en nú þarf bara að byggja ofan á þetta og nýta okkur til góða,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Vísir/andri marínóDarri: Óeðlilegt að vera með 5 prósent skotnýtingu „Þetta var leikur hinna sterku varna,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Skotnýtingin var ekkert til að hrópa húrra fyrir, fyrir utan í fyrsta leikhlutanum. Þetta var svona „grind it out,“ leikur, smá úrslitakeppnislykt af þessu sem er bara skemmtilegt.“ „Við hefðum getað búið okkur til betri tækifæri til þess að skora. Mér finnst óeðlilegt að við skjótum á 5 prósenti fyrir utan þriggja stiga línuna, og kannski má gera ráð fyrir því að það skáni, en vörnin var frábær.“ Verður skotæfing hjá Valsliðinu á morgun? „Það verður hugræn atferlismeðferð.“ Fyrir leikinn virtist Darri ekki leggja of mikla áherslu á þennan leik sem einhvern úrslitaleik í rimmunni um deildarmeistaratitilinn, hann var nokkuð ánægður með að sæti í úrslitakeppninni sjálfri væri tryggt. „Við sýndum nokkrar ansi bjartar hliðar. Mér fannst hugarfarið okkar flott og fullt af flottum hlutum sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Darri Freyr Atlason.Vísir/andri marínóHelena: Allir hungraðir í þennan stóra „Við vissum að þetta yrði baráttuleikur eins og hann var. Var kannski ekki fallegur körfubolti en það voru allir að leggja allt sitt í þetta og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar og liðið mitt í heildina,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. Það var hægt að taka undir með Helenu að leikurinn var ekki fallegur á að horfa. Það var mikið um baráttu og lítið skorað. „Ég er alveg drullu þreytt, þreyttari en vanalega. Það var mikið dæmt og þá varð þetta að ennþá meiri baráttu.“ Sjálfstraustið er hátt í Hafnarfirðinum þar sem liðið hefur unnið síðustu 14 leiki sína í deildinni í röð, sem þýðir að þær hafa unnið öll liðin í deildinni tvisvar í röð, fara með heimavallarrétt í úrslitakeppnina og verða að teljast líklegir Íslandsmeistarar. „Þetta var fyrsta markmiðið. Við eigum þrjá leiki í deildinni sem við þurfum að klára en við losnum við smá pressu með að vera búnar að tryggja okkur heimaréttinn í úrslitakeppninni. Núna vill maður vera með sjálfstraust og allt það, en það er ótrúlega mikið eftir af vetrinum.“ „Þetta er geggjað en það eru þrír leikir eftir og svo úrslitakeppnin.“ „Þetta lið er að vinna saman í fyrsta skipti, við urðum deildarmeistarar 2016 en þá vorum við með allt öðruvísi lið. Við erum með mjög ungar stelpur og ég fann að þær voru svolítið stressaðar í dag svo ég þurfti aðeins að reyna að stíga upp og taka pressuna af þeim. Við njótum þessa sigurs í nokkura daga og svo fáum við bikarinn afhentan einhvern tíman og það verður veisla.“ „Allir körfuboltamenn vita að úrslitakeppnin er allt önnur keppni og þá eru allir á núlli.“ Haukar eru nú deildarmeistarar í körfubolta bæði hjá körlum og konum, en karlaliðið tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í síðustu viku, svo lífið er ljúft í herbúðum Hauka. „Það eru allir mjög hungraðir enn þá. Geggjað að fá bikar, við elskum bikara í Hafnarfirði, en núna er þessi stóri sem bíður okkar og það eru allir hungraðir í hann,“ sagði Helena Sverrisdóttir.Vísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/Andri MarínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/Andri MarinóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóVísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínóvísir/andri marínó
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum