Enski boltinn sýndur beint í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Liverpoolmenn hressir og kátir með bikarinn góða sem Íslendingar fengu ekki að sjá fyrr en helgina eftir. Vísir/getty Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Sjá meira
Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Sjá meira