Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 19:15 Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira