Innlent

Dæmd fyrir 59 milljóna fjárdrátt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. vísir/gva
Kona á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjanessdæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, skilasvik og brot gegn bókhaldslögum. Konan hafði dregið sér rúmlega 59 milljónir króna í starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins Gæi ehf.

Brotin hófust árið 2007 og stóðu til ársins 2014. Meðal annars voru rúmlega níu milljónir millifærðar af reikningi félagsins eftir að árangurslaust fjárnám hafði verið reynt í því.

Í niðurstöðu dómsins segir að konan hafi játað brot sitt og verið samvinnufús við rannsókn málsins. Þá hefur hún ekki gerst brotleg við lög áður. Þó þótti ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna að fullu þar sem upphæðin var svo há og brotin stóðu yfir langt tímabil. Fjórtán mánuðir hennar voru skilorðsbundnir með vísan til fyrrgreindra atriða og sökum þess að konan er þunguð af sínu fjórða barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×