Erlent

Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði.
Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Kim Jong-un sé full alvara með afvopnun og vilji stuðla að friði á Kóreuskaga meðþví að draga úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.  Þetta kom fram ræðu forsetans á kosningafundi repúblikanans Rick Saccone í vesturhluta Pennsylvaníu í gær en Saccone er í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 

„Þeir eru ekki að skjóta eldflaugum á loft núna og ég trúi því, ég trúi því. Ég geri það sannarlega. Ég held að þeir vilji gera eitthvað. Þeir vilja friðmælast. Tími til kominn. Ég tel okkur hafa sýnt mikinn styrk. Ég tel það líka vera mjög mikilvægt,“ sagði Trump meðal annars í ræðu sinni.

„Fjölmargir töldu að við færum í stríð, en skyndilega koma þeir og segja að við ættum að funda, engin fleiri eldflaugarskot og þeir muni fækka kjarnavopnum. Enginn heyrði það, enginn hélt að svo yrði en þeir segjast vilja gera það. Þeir eru að hugsa um það. En hver veit hvað mun gerast. Hver veit hvort það gerist eða gerist ekki. Ég gæti verið fljótur að fara eða þá að ég sest niður og geri stórkostlegan samning fyrir heiminn og öll þessi lönd, þar með talið Norður-Kóreu. Ég vona að það gerist.


Tengdar fréttir

Trump ætlar að hitta Kim

Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×