KA vann stórsigur á Breiðabliki í Boganum á Akureyri í leik liðanna í Lengjubikar karla í dag.
Daníel Hafsteinsson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu Elfars Árna Aðalssteinssonar.
Elfar Árni var svo aftur á ferðinni á 9. mínútu en skoraði sjálfur í þetta skiptið eftir stoðsendingu Steinþórs Freys Þorsteinssonar.
Á 25. mínútu leiksins meiddist Milan Joksimovic, nýr bakvörður KA, mjög illa og þurfti að fara af velli. Hjörvar Sigurgeirsson kom inn á í hans stað.
Áður en flautað var til leikhlés var Aleksandar Trninic búinn að skora þriðja mark KA eftir að Damir Muminovic var rekinn af velli með rautt spjald á 36. mínútu og róðurinn því mjög þungur fyrir 10 leikmenn Blika.
Elfar Árni Aðalsteinsson innsyglaði svo sigurinn úr vítaspyrnu á 62. mínútu.
KA er með fullt hús stiga á toppi riðils 2 fyrir loka umferðina. Ef þeir sigra eða ná í stig gegn Þrótti R um næstu helgi fara Norðanmenn í úrslitin. Breiðablik getur hins vegar enn náð fyrsta sætinu ef Blikar vinna KR og Þróttarar sigra KA.
KA burstaði Breiðablik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn
