Þurfi að styrkja umgjörð kennarastarfsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 13:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra vill styrkja umgjörð kennarastarfsins. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52