Erlent

Breskum bargestum ráðlagt að þvo föt og síma vegna taugaeitursleifa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Öllum þeim sem heimsóttu þennan veitingastað skömmu eftir að feðginin voru þar hefur verið ráðlagt að þvo síma og önnur föt.
Öllum þeim sem heimsóttu þennan veitingastað skömmu eftir að feðginin voru þar hefur verið ráðlagt að þvo síma og önnur föt.
Hátt í fimm hundruð manns sem heimsóttu sama bar og veitingastað í sem Skripal-feðginin sóttu sama dag og eitrað var fyrir þeim, hefur verið sagt að þvo föt og síma, eftir að leifar af taugaeitri fundust á stöðunum. BBC greinir frá.

Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006

Hefur þeim sem voru á Mill-barnum og veitingastaðnum Zizzi í Salisbury eftir klukkan 13.30 síðasta sunnudag þangað til lokað var á mánudegi verið ráðlagt að þvo föt, síma, töskur og skartgripi.

Sally Davies, landlæknir Bretlands, segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða og engin ástæða sé fyrir þá sem voru á barnum eða veitingastaðnum að óttast. Hættan á eitrun sé afar lítil.

Segir hún að þó sé talið að möguleiki sé á eitrun ef leifar af taugaeitrinu hafi sest á föt eða aðra muni og séu ekki hreinsuð af, enda sé langvarandi nálægð við eitrið, jafnvel í litlu magni, hættuleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×