Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 23:30 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFP Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“. Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“.
Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00