Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 20:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns. Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns.
Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00
Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13
Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51