Kóngurinn sem bjargaði HM Stefán Pálsson skrifar 11. mars 2018 10:00 Merki HM 1930 í Úrúgvæ. Í síðasta pistli var sagt frá svallaranum Carol krónprinsi í Rúmeníu, sem glutraði niður ríkiserfðum með gjálífi fyrir opnum tjöldum. Svo virðist sem konungssonurinn hafi látið sér standa á sama um krúnuna á meðan hann lifði ljúfa lífinu í fangi ástkvenna sinna. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það var fyrst eftir að prinsinn hafði afsalað sér réttinum til konungstitils og búið í Parísarborg í nokkur misseri sem áhugi hans á embættinu kviknaði fyrir alvöru. Það voru pólitískar sviptingar í Rúmeníu sem gerðu endurkomu Carols mögulega. Áralangri, sleitulausri valdatíð flokks borgarastéttarinnar lauk í landinu, að hluta til vegna innra ósættis en ekki síður vegna versnandi árferðis í efnahagsmálum. Valdaöflin í landinu höfðu lengi horft til ríkja Vestur-Evrópu og leitast við að taka upp tækni og siði þeirra landa. Engar úrbætur voru hins vegar gerðar á kjörum almennings sem upplifði aðeins vaxandi misrétti og yfirstétt sem virtist framandi í bæði hugsun og háttum. Líkt og víðar í Evrópu tók þjóðernisöflum að vaxa fiskur um hrygg í Rúmeníu. Fasistahreyfingin í landinu nefndist Járnvörðurinn og beindi spjótum sínum að öllum þeim sem hún taldi andsnúna „rúmenskum gildum“. Voru þar allir lagðir að jöfnu: sósíalistar, þjóðernisminnihlutahópar, gyðingar og fleiri. Járnvörðurinn var þó óvenju trúrækinn miðað við fasistahreyfingar millistríðsáranna og leit fyrst og fremst á sig sem verjanda kristinnar kirkju. Fasistunum í Járnverðinum var einnig, líkt og hófsamari rúmenskum þjóðernissinnum, sérstaklega í nöp við valdaelítuna í Búkarest, sem vildi helst hegða sér eins og franskir broddborgarar. Hinn þjóðernissinnaði Bændaflokkur komst til valda árið 1928 og tveimur árum síðar studdu leiðtogar hans endurkomu Carols til Rúmeníu þar sem hann tók sér konungstignina sem hann var borinn til. Stuðningsmenn Carols annars hömpuðu honum sem málsvara þjóðlegra gilda og sjálfur talaði hann á svipuðum nótum og hver annar þjóðernissinnaður stjórnmálaleiðtogi þessara ára, með áherslu á andlega yfirburði rúmensku þjóðarinnar, kryddaða með vænum skammti af persónudýrkun á konunginum.Maður með áætlun Í fyrstu þóttist Carol annar vilja halda í heiðri stjórnarskrá landsins sem gerði ráð fyrir þingræðisstjórn. Til lengri tíma litið hafði hann þó annað í hyggju. Næstu árin reyndi hann eftir bestu getu að tefla stóru stjórnmálaflokkunum tveimur hvorum gegn öðrum, auk þess að gefa fasistunum í Járnverðinum undir fótinn þegar hann taldi sér henta. Þannig studdi hann til valda yfirlýsta gyðingahatara og lét alls konar ofsóknir í garð gyðinga óáreittar, sem var kaldhæðnislegt í ljósi þess að ástarsamband hans við hina gyðingaættuðu Mögdu Lupescu hafði á sínum tíma orðið honum að falli. Sambandið við Mögdu var raunar það sem helst fór í taugarnar á stuðningsmönnum konungsins, en samband þeirra var á allra vitorði þótt konungur gætti þess að halda henni til hlés við opinberar athafnir. Þess á milli hlóð hann á hana dýrum gjöfum og hvers kyns glingri, sem var síst til vinsælda fallið eftir því sem áhrifa heimskreppunnar tók að gæta í Rúmeníu með versnandi lífskjörum. Sú aðferðafræði Carols annars að ala á sundrungu í stjórnmálum landsins gekk vonum framar. Ríkisstjórnir urðu skammlífar og áhrifamáttur konungsins jókst jafnt og þétt. Árið 1938 setti hann herlög og bannaði í kjölfarið alla stjórnmálaflokka nema nýstofnaðan flokk stuðningsmanna sinna. Hugðist hann í kjölfarið ríkja sem einvaldur. Þróun alþjóðamála varð þó að lokum konungi að falli. Hann reyndi að halda Rúmenum fyrir utan átök heimsstyrjaldarinnar, en var árið 1940 neyddur af þýskum nasistum til að láta mikið land af hendi til Ungverja, sem voru bandamenn Þjóðverja í stríðinu. Uppgjöf þessi mæltist skiljanlega afar illa fyrir í Rúmeníu og hrökklaðist konungur í kjölfarið frá völdum. Mátti hann verja stríðsárunum í útlegð í Mexíkó, þar sem hann reyndi árangurslaust að stofnsetja útlagastjórn. Að stríðinu loknu, þegar kommúnistar höfðu tekið völdin í Rúmeníu, freistaði Carol annar þess að fá viðurkenningu rúmenskra útlaga á lögmæti konungdóms síns, en varð lítið ágengt. Þeir fáu sem létu sig dreyma um að endurvekja konungdæmi í Rúmeníu horfðu frekar til sonarins Mikaels, sem var mun vinsælli. Carol lést í Portúgal árið 1953 og hafði þá ekki hitt son sinn frá árinu 1940. Mikael vildi sem minnst af föður sínum vita, enda aldrei fyrirgefið slæma framkomu hans í garð Helenar drottningar og valdaránið árið 1930. Orðspor Carols annars var heldur ekki glæsilegt. Raunar má segja að ferill hans hafi verið algjört flopp: en honum tókst þó að bjarga heimsmeistarakeppninni í fótbolta!HM kemur til sögunnar Eins og fram kom í fyrri pistli, snerist fyrsta verkefni Carols annars á konungsstóli ekki um daglegan rekstur ríkisins, heldur knattspyrnulandsliðið. Hann hafði ungur fengið brennandi áhuga á fótbolta, sem mátti teljast nokkuð óvenjulegt á þessum tíma, þar sem íþróttin var almennt ekki talin nægilega virðuleg fyrir kóngafólk. Valdatakan var þann áttunda júní árið 1930, en þann þrettánda júlí átti fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu að hefjast í Suður-Ameríkulandinu Úrúgvæ. Mótið var skipulagt af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Úrúgvæ varð fyrir valinu sem fyrsti mótsstaður, að hluta til vegna þess að Úrúgvæmenn höfðu orðið Ólympíumeistarar árin 1924 og 1928 en ekki síður af þeirri einföldu ástæðu að stjórnvöld í Úrúgvæ voru til í að borga brúsann. Valið á Úrúgvæ sem gestgjöfum á HM fór fram á þingi FIFA árið 1928. Fljótlega varð þó ljóst að lítil ánægja ríkti meðal Evrópubúa með staðarvalið. Íbúar Evrópu litu á álfuna sem nafla alheims og ferðalagið til Suður-Ameríku fáránlega tímafrekt og kostnaðarsamt. Knattspyrnusamböndin, sem flest höfðu tekið vel í þátttöku á hinu nýja móti, fóru eitt af öðru að draga í land. Þegar upphaflegur skráningarfrestur rann út stefndi í að ekkert evrópskt lið léti sjá sig í Úrúgvæ. Frakkinn Jules Rimet, forseti FIFA, gat snúið upp höndina á löndum sínum og það sama gerði belgíski varaformaðurinn. En helstu knattspyrnuþjóðir meginlandsins gáfu ferðalagið upp á bátinn, hver af annarri: Ítalir, Þjóðverjar, Austurríkismenn, Tékkar, Svíar og svo framvegis. Til stóð að keppnisliðin í Úrúgvæ yrðu ekki færri en sextán. Bandaríkin og Mexíkó mættu til leiks og Suður-Ameríkuliðin urðu sjö talsins. Fráleitt hefði verið að kalla fótboltamót níu Ameríkulanda auk Frakklands og Belgíu „heimsmeistarakeppni“ og hætt er við að slíkt hópskróp Evrópubúa hefði riðið þessari tilraun til að stofnsetja heimsmeistaramót að fullu. Hér reyndist Carol annar hinn óvænti bjargvættur. Líklegt má telja að hann hafi fregnað af áformunum um að halda HM árið 1930 meðan á útlegðinni í París stóð. Hann var ekki fyrr kominn heim til Búkarest en hann fól knattspyrnusambandinu að smala saman landsliði og skrá til keppni. Kostnaðurinn við ferðalagið var meiri en knattspyrnusambandið gat ráðið við, en konungur ákvað þá að greiða úr eigin vasa. Þegar í ljós kom að lykilleikmenn landsliðsins áttu erfitt með að fá launalaust frí frá vinnuveitendum sínum, breskum olíufélögum sem störfuðu í Rúmeníu, sendi hinn nýi konungur fyrirtækjunum skilaboð um að leikmennirnir skyldu fá launað tveggja mánaða leyfi ella yrðu olíuréttindi Breta í landinu endurskoðuð. Eins og hér væri ekki nóg að gert, hafði Carol annar samband við starfsbróður sinn í Júgóslavíu og taldi hann á að gera slíkt hið sama. Niðurstaðan varð sú að tvö Austur-Evrópuríki, Rúmenía og Júgóslavía, mættu til leiks á síðustu stundu. Með fjórum Evrópulöndum í stað tveggja var með herkjum hægt að kalla keppnina í Úrúgvæ 1930 heimsmeistaramót, þótt gestgjafarnir yrðu svo móðgaðir yfir þátttökuleysinu að þeir sniðgengu tvær næstu keppnir. Og þótt Rúmenar gerðu engar rósir á mótinu: unnu Perúbúa en steinlágu fyrir heimsmeisturum Úrúgvæ, má segja að Carol öðrum hafi tekist að bjarga heimsmeistarakeppninni í fótbolta í fæðingu. Honum var þá ekki alveg alls varnað. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Tengdar fréttir Boltabulla á konungsstól Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú vaknaðir dag einn sem konungur? – Endurskipuleggja herinn og bæta samgöngur í landinu? Já, mögulega. Gera nákvæma úttekt á stöðu heilbrigðis- og menntakerfisins og vinna metnaðarfulla umbótaáætlun? Jú, ekki slæmt. En svo væri líka bara hægt að taka að sér stjórn fótboltalandsliðsins. 3. mars 2018 10:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í síðasta pistli var sagt frá svallaranum Carol krónprinsi í Rúmeníu, sem glutraði niður ríkiserfðum með gjálífi fyrir opnum tjöldum. Svo virðist sem konungssonurinn hafi látið sér standa á sama um krúnuna á meðan hann lifði ljúfa lífinu í fangi ástkvenna sinna. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það var fyrst eftir að prinsinn hafði afsalað sér réttinum til konungstitils og búið í Parísarborg í nokkur misseri sem áhugi hans á embættinu kviknaði fyrir alvöru. Það voru pólitískar sviptingar í Rúmeníu sem gerðu endurkomu Carols mögulega. Áralangri, sleitulausri valdatíð flokks borgarastéttarinnar lauk í landinu, að hluta til vegna innra ósættis en ekki síður vegna versnandi árferðis í efnahagsmálum. Valdaöflin í landinu höfðu lengi horft til ríkja Vestur-Evrópu og leitast við að taka upp tækni og siði þeirra landa. Engar úrbætur voru hins vegar gerðar á kjörum almennings sem upplifði aðeins vaxandi misrétti og yfirstétt sem virtist framandi í bæði hugsun og háttum. Líkt og víðar í Evrópu tók þjóðernisöflum að vaxa fiskur um hrygg í Rúmeníu. Fasistahreyfingin í landinu nefndist Járnvörðurinn og beindi spjótum sínum að öllum þeim sem hún taldi andsnúna „rúmenskum gildum“. Voru þar allir lagðir að jöfnu: sósíalistar, þjóðernisminnihlutahópar, gyðingar og fleiri. Járnvörðurinn var þó óvenju trúrækinn miðað við fasistahreyfingar millistríðsáranna og leit fyrst og fremst á sig sem verjanda kristinnar kirkju. Fasistunum í Járnverðinum var einnig, líkt og hófsamari rúmenskum þjóðernissinnum, sérstaklega í nöp við valdaelítuna í Búkarest, sem vildi helst hegða sér eins og franskir broddborgarar. Hinn þjóðernissinnaði Bændaflokkur komst til valda árið 1928 og tveimur árum síðar studdu leiðtogar hans endurkomu Carols til Rúmeníu þar sem hann tók sér konungstignina sem hann var borinn til. Stuðningsmenn Carols annars hömpuðu honum sem málsvara þjóðlegra gilda og sjálfur talaði hann á svipuðum nótum og hver annar þjóðernissinnaður stjórnmálaleiðtogi þessara ára, með áherslu á andlega yfirburði rúmensku þjóðarinnar, kryddaða með vænum skammti af persónudýrkun á konunginum.Maður með áætlun Í fyrstu þóttist Carol annar vilja halda í heiðri stjórnarskrá landsins sem gerði ráð fyrir þingræðisstjórn. Til lengri tíma litið hafði hann þó annað í hyggju. Næstu árin reyndi hann eftir bestu getu að tefla stóru stjórnmálaflokkunum tveimur hvorum gegn öðrum, auk þess að gefa fasistunum í Járnverðinum undir fótinn þegar hann taldi sér henta. Þannig studdi hann til valda yfirlýsta gyðingahatara og lét alls konar ofsóknir í garð gyðinga óáreittar, sem var kaldhæðnislegt í ljósi þess að ástarsamband hans við hina gyðingaættuðu Mögdu Lupescu hafði á sínum tíma orðið honum að falli. Sambandið við Mögdu var raunar það sem helst fór í taugarnar á stuðningsmönnum konungsins, en samband þeirra var á allra vitorði þótt konungur gætti þess að halda henni til hlés við opinberar athafnir. Þess á milli hlóð hann á hana dýrum gjöfum og hvers kyns glingri, sem var síst til vinsælda fallið eftir því sem áhrifa heimskreppunnar tók að gæta í Rúmeníu með versnandi lífskjörum. Sú aðferðafræði Carols annars að ala á sundrungu í stjórnmálum landsins gekk vonum framar. Ríkisstjórnir urðu skammlífar og áhrifamáttur konungsins jókst jafnt og þétt. Árið 1938 setti hann herlög og bannaði í kjölfarið alla stjórnmálaflokka nema nýstofnaðan flokk stuðningsmanna sinna. Hugðist hann í kjölfarið ríkja sem einvaldur. Þróun alþjóðamála varð þó að lokum konungi að falli. Hann reyndi að halda Rúmenum fyrir utan átök heimsstyrjaldarinnar, en var árið 1940 neyddur af þýskum nasistum til að láta mikið land af hendi til Ungverja, sem voru bandamenn Þjóðverja í stríðinu. Uppgjöf þessi mæltist skiljanlega afar illa fyrir í Rúmeníu og hrökklaðist konungur í kjölfarið frá völdum. Mátti hann verja stríðsárunum í útlegð í Mexíkó, þar sem hann reyndi árangurslaust að stofnsetja útlagastjórn. Að stríðinu loknu, þegar kommúnistar höfðu tekið völdin í Rúmeníu, freistaði Carol annar þess að fá viðurkenningu rúmenskra útlaga á lögmæti konungdóms síns, en varð lítið ágengt. Þeir fáu sem létu sig dreyma um að endurvekja konungdæmi í Rúmeníu horfðu frekar til sonarins Mikaels, sem var mun vinsælli. Carol lést í Portúgal árið 1953 og hafði þá ekki hitt son sinn frá árinu 1940. Mikael vildi sem minnst af föður sínum vita, enda aldrei fyrirgefið slæma framkomu hans í garð Helenar drottningar og valdaránið árið 1930. Orðspor Carols annars var heldur ekki glæsilegt. Raunar má segja að ferill hans hafi verið algjört flopp: en honum tókst þó að bjarga heimsmeistarakeppninni í fótbolta!HM kemur til sögunnar Eins og fram kom í fyrri pistli, snerist fyrsta verkefni Carols annars á konungsstóli ekki um daglegan rekstur ríkisins, heldur knattspyrnulandsliðið. Hann hafði ungur fengið brennandi áhuga á fótbolta, sem mátti teljast nokkuð óvenjulegt á þessum tíma, þar sem íþróttin var almennt ekki talin nægilega virðuleg fyrir kóngafólk. Valdatakan var þann áttunda júní árið 1930, en þann þrettánda júlí átti fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu að hefjast í Suður-Ameríkulandinu Úrúgvæ. Mótið var skipulagt af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Úrúgvæ varð fyrir valinu sem fyrsti mótsstaður, að hluta til vegna þess að Úrúgvæmenn höfðu orðið Ólympíumeistarar árin 1924 og 1928 en ekki síður af þeirri einföldu ástæðu að stjórnvöld í Úrúgvæ voru til í að borga brúsann. Valið á Úrúgvæ sem gestgjöfum á HM fór fram á þingi FIFA árið 1928. Fljótlega varð þó ljóst að lítil ánægja ríkti meðal Evrópubúa með staðarvalið. Íbúar Evrópu litu á álfuna sem nafla alheims og ferðalagið til Suður-Ameríku fáránlega tímafrekt og kostnaðarsamt. Knattspyrnusamböndin, sem flest höfðu tekið vel í þátttöku á hinu nýja móti, fóru eitt af öðru að draga í land. Þegar upphaflegur skráningarfrestur rann út stefndi í að ekkert evrópskt lið léti sjá sig í Úrúgvæ. Frakkinn Jules Rimet, forseti FIFA, gat snúið upp höndina á löndum sínum og það sama gerði belgíski varaformaðurinn. En helstu knattspyrnuþjóðir meginlandsins gáfu ferðalagið upp á bátinn, hver af annarri: Ítalir, Þjóðverjar, Austurríkismenn, Tékkar, Svíar og svo framvegis. Til stóð að keppnisliðin í Úrúgvæ yrðu ekki færri en sextán. Bandaríkin og Mexíkó mættu til leiks og Suður-Ameríkuliðin urðu sjö talsins. Fráleitt hefði verið að kalla fótboltamót níu Ameríkulanda auk Frakklands og Belgíu „heimsmeistarakeppni“ og hætt er við að slíkt hópskróp Evrópubúa hefði riðið þessari tilraun til að stofnsetja heimsmeistaramót að fullu. Hér reyndist Carol annar hinn óvænti bjargvættur. Líklegt má telja að hann hafi fregnað af áformunum um að halda HM árið 1930 meðan á útlegðinni í París stóð. Hann var ekki fyrr kominn heim til Búkarest en hann fól knattspyrnusambandinu að smala saman landsliði og skrá til keppni. Kostnaðurinn við ferðalagið var meiri en knattspyrnusambandið gat ráðið við, en konungur ákvað þá að greiða úr eigin vasa. Þegar í ljós kom að lykilleikmenn landsliðsins áttu erfitt með að fá launalaust frí frá vinnuveitendum sínum, breskum olíufélögum sem störfuðu í Rúmeníu, sendi hinn nýi konungur fyrirtækjunum skilaboð um að leikmennirnir skyldu fá launað tveggja mánaða leyfi ella yrðu olíuréttindi Breta í landinu endurskoðuð. Eins og hér væri ekki nóg að gert, hafði Carol annar samband við starfsbróður sinn í Júgóslavíu og taldi hann á að gera slíkt hið sama. Niðurstaðan varð sú að tvö Austur-Evrópuríki, Rúmenía og Júgóslavía, mættu til leiks á síðustu stundu. Með fjórum Evrópulöndum í stað tveggja var með herkjum hægt að kalla keppnina í Úrúgvæ 1930 heimsmeistaramót, þótt gestgjafarnir yrðu svo móðgaðir yfir þátttökuleysinu að þeir sniðgengu tvær næstu keppnir. Og þótt Rúmenar gerðu engar rósir á mótinu: unnu Perúbúa en steinlágu fyrir heimsmeisturum Úrúgvæ, má segja að Carol öðrum hafi tekist að bjarga heimsmeistarakeppninni í fótbolta í fæðingu. Honum var þá ekki alveg alls varnað.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Tengdar fréttir Boltabulla á konungsstól Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú vaknaðir dag einn sem konungur? – Endurskipuleggja herinn og bæta samgöngur í landinu? Já, mögulega. Gera nákvæma úttekt á stöðu heilbrigðis- og menntakerfisins og vinna metnaðarfulla umbótaáætlun? Jú, ekki slæmt. En svo væri líka bara hægt að taka að sér stjórn fótboltalandsliðsins. 3. mars 2018 10:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Boltabulla á konungsstól Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú vaknaðir dag einn sem konungur? – Endurskipuleggja herinn og bæta samgöngur í landinu? Já, mögulega. Gera nákvæma úttekt á stöðu heilbrigðis- og menntakerfisins og vinna metnaðarfulla umbótaáætlun? Jú, ekki slæmt. En svo væri líka bara hægt að taka að sér stjórn fótboltalandsliðsins. 3. mars 2018 10:00