Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira