Innlent

Of mjótt á munum í kjöri til vígslubiskups

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kosið var milli þriggja frambjóðenda en enginn hlaut meirihluta greiddra atkvæða.
Kosið var milli þriggja frambjóðenda en enginn hlaut meirihluta greiddra atkvæða. Vísir/Vilhelm
Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi.  Kosið var milli þriggja frambjóðenda og á kjörskrá voru 939 manns. Of mjótt var á munum í kosningunni og þarf því að kjósa að nýju.

Kosningaþátttaka var um 68 prósent samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni. Alls greiddu 642 atkvæði, auðir seðlar voru tveir. Sr. Axel Árnason hlaut 89 atkvæði, sr. Eiríkur Jóhannsson, hlaut 246 atkvæði og sr. Kristján Björnsson hlaut 305 atkvæði. 

Samkvæmt því hlaut enginn meirihluta greiddra atkvæða og verður kosið að nýju á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu, sr. Eiríks og sr. Kristjáns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×