Lykilrými í Firði stendur autt Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 15:21 Veitingahúsið Silfur hefur verið lýst gjaldþrota og lykilrými Fjarðar horfir tómum eða brostnum augum út á sjálfan Hafnarfjörðinn. visir/stefán Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík. Veitingastaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík.
Veitingastaðir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira