100. úrvalsdeildarmark Lukaku er United endurheimti annað sætið Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2018 15:45 Jesse Lingard. vísir/getty Manchester United skaust aftur upp fyrir Liverpool í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Swansea City á Old Trafford í dag. Það leið ekki nema fimm mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós en þá skoraði Romelu Lukaku sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni eftir sendingu Alexis Sanchez. Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði svo Sanchez forystuna. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Swansea frá Jesse Lingard og kláraði færið. Lingard var frábær í leiknum en 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu leikmenn United aðeins eftir þegar líða fór á hálfleikinn og Swansea fékk tvö færi á innan við mínútu. David De Gea var þó sem fyrr vel á verði í marki Man. Utd og varði vel. Lokatölur 2-0. United er nú með 68 stig, þrettán stigum frá toppliði City sem spilar síðar í dag gegn Everton. Liverpool er í þriðja sætinu með 66 stig en Swansea er í fimmtánda sætinu með 31 stig. Enski boltinn
Manchester United skaust aftur upp fyrir Liverpool í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Swansea City á Old Trafford í dag. Það leið ekki nema fimm mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós en þá skoraði Romelu Lukaku sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni eftir sendingu Alexis Sanchez. Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði svo Sanchez forystuna. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Swansea frá Jesse Lingard og kláraði færið. Lingard var frábær í leiknum en 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu leikmenn United aðeins eftir þegar líða fór á hálfleikinn og Swansea fékk tvö færi á innan við mínútu. David De Gea var þó sem fyrr vel á verði í marki Man. Utd og varði vel. Lokatölur 2-0. United er nú með 68 stig, þrettán stigum frá toppliði City sem spilar síðar í dag gegn Everton. Liverpool er í þriðja sætinu með 66 stig en Swansea er í fimmtánda sætinu með 31 stig.