Burnley kláraði WBA án Jóhanns Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2018 15:45 Markaskorarar dagsins. vísir/getty Burnley vann sinn tólfta leik á tímabilinu er liðið vann 2-1 sigur á WBA á útivelli. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekki vegna meiðsla. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 22. mínutu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 73. mínútu. Þá tvöfaldaði Chris Wood forystuna. Jose Salomon Rondon minnkaði muninn fyrir WBA á 83. mínútu en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Burnley. Burnley er í sjöunda sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Arsenal sem er sæti ofar. WBA er hins vegar í tómu tjóni; á botninum, tíu stigum frá öruggu sæti er sex leikir eru eftir af deildinin. Enski boltinn
Burnley vann sinn tólfta leik á tímabilinu er liðið vann 2-1 sigur á WBA á útivelli. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekki vegna meiðsla. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 22. mínutu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 73. mínútu. Þá tvöfaldaði Chris Wood forystuna. Jose Salomon Rondon minnkaði muninn fyrir WBA á 83. mínútu en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Burnley. Burnley er í sjöunda sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Arsenal sem er sæti ofar. WBA er hins vegar í tómu tjóni; á botninum, tíu stigum frá öruggu sæti er sex leikir eru eftir af deildinin.