Liverpool hafði betur með 29. marki Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mohamed Salah
Mohamed Salah vísir/afp
Mo Salah heldur áfram að fara á kostum fyrir Liverpool á þessu tímabili. Í dag skoraði hann sigurmark liðsins gegn Crystal Palace á útivelli sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Palace komst yfir af vítapunktinum á þrettándu mínútu eftir að Loris Karius braut á Wilfried Zaha. Luka Milivojevic steig á punktinn og skoraði.

Liverpool var í vandræðum að skapa sér góð færi í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu heimamenn með einu marki gegn engu.

Það var allt annað Liverpool-lið sem kom út í síðari hálfleikin. Þegar fjórar mínútur voru liðnar jafnaði Sadio Mane metin eftir undirbúning James Milner. Stuttu síðar fékk Christian Benteke tvö góð færi til að koma Palace aftur yfir en brást bogalistinn.

Það var svo Mohamed Salah, frábæri Egyptinn, sem skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Hann kláraði þá af stuttu færi eftir sendingu Andy Robertson. Lokatölur 2-1.

Þetta var 29. mark Salah á tímabilinu og Liverpool er nú í öðru sæti deildarinnar, stigi á undan Man. Utd. United á þó tvo leiki til góða en Palace er í sextánda sætinu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira