Tímabærar aðgerðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smábæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vísindamönnum, það banvænasta sem þróað hefur verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta síðustu aldar í Sovétríkjunum. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25 löndum, gerðir brottrækir. Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland, tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkisstuddar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum 210). Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfirvöld orðið uppvís að kerfisbundnum mannréttindabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér. Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur 140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru viðbrögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og Íslands opnum. Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Fréttablaðinu í gær: „Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […] En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun