Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. Vísir/Ernir Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00