Skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:30 Stjórnstöð ferðamála ætlar að skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna. Kannað verður hver eru efnahagsleg, samfélagsleg og hagræn þolmörk í fjölda ferðamanna á landsvísu. Aldrei áður hafa þolmörk verið könnuð með þessum hætti segir framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar. Í verkefninu verður velt upp spurningum eins og hvað Ísland geti tekið á móti mörgum ferðamönnum. Hvar við stöndum í dag og til náinnar framtíðar, hvaða innviðir krefjist úrbóta og hversu fjárfrekar úrbætur lykilþátta innviða séu. Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að verkefnið sé hafið. „Við erum byrjuð og verkefnið er tvískipt. Fyrsti fasi verkefnisins snýst um það að meta sjálfbærnivísa sem eru þau viðmið, þau sjálfbærniviðmið sem við ætlum að horfa til og teljum vera mikilvægust,“ segir Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Aldrei áður verið unnið á landsvísu Óskar segir að breiður hópur sérfræðinga víða að komi að verkefninu en búast megi við niðurstöðum úr fyrsta fasanum í sumar niðurstöður úr síðara hluta komi í haust. „En í ljósi þess að þetta er á vissan hátt þróunarverkefni í leiðinni þá geta nú tímasetningarnar aðeins færst til en við vonumst til að við fáum allavega niðurstöðu, fyrsta mat um það hvernig við getum séð fjölda ferðamanna þróast gagnvart íslensku samfélagi þannig að það sé jafnvægi og sjálfbærnisviðmiðum sé náð.“ Hann segir að þrír meginþættir verði kannaðir, efnahagsleg þolmörk, umhverfisleg- og náttúruleg þolmörk og svo félagsleg þolmörk. Óskar segir að ekki hafi verið ráðist í svona úttekt áður á landsvísu. „Nei væntanlega hefur ekki verið unnið svona verkefni á landsvísu. Það hefur verið unnið svona svæðisbundið á ýmsum stöðum í heiminum en aldrei tekið á landsvísu áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Stjórnstöð ferðamála ætlar að skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna. Kannað verður hver eru efnahagsleg, samfélagsleg og hagræn þolmörk í fjölda ferðamanna á landsvísu. Aldrei áður hafa þolmörk verið könnuð með þessum hætti segir framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar. Í verkefninu verður velt upp spurningum eins og hvað Ísland geti tekið á móti mörgum ferðamönnum. Hvar við stöndum í dag og til náinnar framtíðar, hvaða innviðir krefjist úrbóta og hversu fjárfrekar úrbætur lykilþátta innviða séu. Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að verkefnið sé hafið. „Við erum byrjuð og verkefnið er tvískipt. Fyrsti fasi verkefnisins snýst um það að meta sjálfbærnivísa sem eru þau viðmið, þau sjálfbærniviðmið sem við ætlum að horfa til og teljum vera mikilvægust,“ segir Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Aldrei áður verið unnið á landsvísu Óskar segir að breiður hópur sérfræðinga víða að komi að verkefninu en búast megi við niðurstöðum úr fyrsta fasanum í sumar niðurstöður úr síðara hluta komi í haust. „En í ljósi þess að þetta er á vissan hátt þróunarverkefni í leiðinni þá geta nú tímasetningarnar aðeins færst til en við vonumst til að við fáum allavega niðurstöðu, fyrsta mat um það hvernig við getum séð fjölda ferðamanna þróast gagnvart íslensku samfélagi þannig að það sé jafnvægi og sjálfbærnisviðmiðum sé náð.“ Hann segir að þrír meginþættir verði kannaðir, efnahagsleg þolmörk, umhverfisleg- og náttúruleg þolmörk og svo félagsleg þolmörk. Óskar segir að ekki hafi verið ráðist í svona úttekt áður á landsvísu. „Nei væntanlega hefur ekki verið unnið svona verkefni á landsvísu. Það hefur verið unnið svona svæðisbundið á ýmsum stöðum í heiminum en aldrei tekið á landsvísu áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40