Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. mars 2018 19:30 Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn. Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn.
Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira