Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:30 Heimir Hallgrímsson gæti hætt að þjálfa íslenska liðið. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira