Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Benedikt Bóas skrifar 27. mars 2018 06:00 Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir fór ekki framhjá stórsöngvaranum Sam Smith Vísir/Getty „Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
„Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira