„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 15:06 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Anton Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03