Lagið The Prayer er helst þekkt fyrir að vera fallegur dúett með Celine Dion og Andrea Bocelli. Lagið þykir með eindæmum fallegt en Eurovision-farinn sjálfur Ari Ólafsson reyndir við lagið ásamt söngkonunni Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur.
Þórunn Erna Clausen, lagahöfundur lagsins Our Choice, deilir flutningi þeirra á YouTube síðu sinni og má með sanni segja að þau algjörlega negla lagið.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst og þar fyrir neðan má bera flutninginn saman við þau Dion og Bocelli.
Andrea Bocelli og Celine Dion flytja lagið The Prayer.