Claire Foy tjáir sig um fréttir af launamisréttinu í The Crown Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:45 Claire Foy og Matt Smith. vísir/getty Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris. Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris.
Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54