Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 08:00 Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Vísir/Pjetur Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira