Vill að börn læri endurlífgun í stað hertra byssulaga Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 21:55 Rick Santorum. Vísir/GETTY Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45