Oddviti Höfuðborgarlistans vill koma böndum á mengun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2018 17:40 Framboðslisti Höfuðborgarlistans var í dag kynntur fyrir fram Ráðhús Reykjavíkur. Sigurður Steinþórsson Höfuðborgarlistinn, nýtt þverpólitískt stjórnmálaafl í Reykjavík, kynnti í dag framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Björg Kristín Sigþórsdóttir sem mun leiða listann, sagði frambjóðendurna koma úr atvinnulífinu, heilbrigðis-og menntakerfinu og þá sé meðal annars jarðfræðingur og framkvæmdastjóri á listanum. Að sögn Bjargar eru frambjóðendur Höfuðborgarlistans mættir til leiks til að „vinna dagsverkið í Ráðhúsinu“ en í því felst meðal annars að koma böndum á megun. Ástæðan fyrir því að Höfuðborgarlistinn býður fram er sú að frambjóðendum hefur ekki þótt núverandi borgarstjórn standa sig nægilega vel í ýmsum málum eins og til dæmis umhverfismálum og samgöngumálum. „Við höfum sent inn tillögur og ábendingar til borgarinnar í hinum ýmsu málum og það hefur ekki gengið og þá bara ákváðum við það að taka þetta í okkar hendur og við ætlum að sjá um þetta sjálf,“ segir Björg í samtali við Vísi.Vilja koma böndum á mengun„Ég mun klára þau verkefni sem ég tek að mér, eins og varðandi mengunina. Ég mun vinna þetta dagsverk. Mér finnst það óeðlilegt að í borg á norðurslóðum komi í útvarpsfréttum í hverri viku að fólk megi ekki fara út úr húsi, viðkvæmir, börn og aðrir, mér finnst það ekki í lagi. Það þarf að taka til í þessum garði sem mér finnst mikil órækt í. Það þarf að fara inn í hann og taka til,“ segir Björg sem segir að fólkið á bak við Höfuðborgarlistann vera staðráðið í því að koma böndum á mengunina og sjá almennt betur um hreinsun og þrif.Vilja halda í unga fólkiðEitt af aðal stefnumálum flokksins er húsnæðismál unga fólksins. „Okkur skilst að það sé að flýja borgina því það er hátt íbúðaverð. Það vantar íbúðir í úthverfunum eins og í Grafarholti og Norðlingaholti þar eru lóðir sem eru ódýrari. Þar er hægt að byggja upp íbúðir fyrir ungt fólk. Við megum alls ekki við því að missa það út úr borginni. Við þurfum að halda í þetta fólk í borginni. Það mun taka við keflinu af okkur.“Eruði sem sagt ekki fylgjandi þéttingu byggðar?„Ef stefnan er þannig uppbyggð að hún ýtir öðrum hópi í burtu og sinnir bara einhverjum einum hóp þá er það ekki góð samsetning að okkar mati. Við viljum halda í unga fólkið okkar, það mun byggja þessa borg og taka við. Það er eitt af okkar mikilvægustu málefnum,“ segir Björg sem segir að þétting byggðar þurfi ekki endilega að vera slæm en núverandi stefna fæli ungt fólk frá borginni. Uppbyggingarsvæðin henti unga fólkinu ekki fjárhagslega.Þú leiðir listann, hvað hefurðu gert hingað til?„Ég hef mikla reynslu úr atvinnulífinu. Ég hef alist upp í fjölskyldufyrirtæki og rekið mitt eigið fyrirtæki. Ég hef mikla reynslu og er leiðtogi, frumkvöðull og hef margar hugmyndir. Ég er lausnamiðuð og hef kraft sem myndi skila sér í því að klára þau verkefni sem þarf að klára hér í borginni.“Listinn í heild sinni er hér að neðan.1 Björg Kristín Sigþórsdóttir 2 Sif Jónsdóttir 3 Snorri Marteinsson 4 Helga María Guðmundsdóttir 5 Kristín Birna Bjarnadóttir 6 Sólrún Lovísa Sveinsdóttir 7 Böðvar Sigurvin Björnsson 8 Sigurjóna Halldóra Frímann 9 Ingveldur Marion Hannesdóttir 10 Jón Gunnar Benjamínsson 11 Valgeir Ólafsson 12 Hanna Hlíf Bjarnadóttir 13 Rakel Ólafsdóttir 14 Jóhanna G. Frímann 15 Tinna Líf Jörgensdóttir 16 Phiangphit Thiphakdi 17 Ögmundur Reykdal 18 Karen Hauksdóttir 19 Árni Freyr Valdimarsson 20 Hrafnhildur Hákonardóttir 21 Bergþór Frímann Sverrisson 22 Edda Júlía Helgadóttir 23 Lára Kristín Jóhannsdóttir 24 Aldís Jana Arnarsdóttir 25 Chelco Sankovik 26 Alda Ólafsdóttir 27 Leó Sankovic 28 Georg Sankovik 29 Jóhanna Ögmundsdóttir 30 Bryndís Þorkelsdóttir 31 Alda Viggósdóttir 32 Valgerður Friðþjófsdóttir 33 Valgerður Aðalsteinsdóttir 34 Ásdís Ögmundsdóttir 35 Kjartan Guðmundsson 36 Tinna Ýr Einisdóttir 37 Ziatko Kriekic 38 Anna Dís Arnarsdóttir 39 Zhitho Habic 40 Jenný Árnadóttir 41 Guðrún Guðjónsdóttir 42 Audjelka Kricic 43 Rut Agnarsdóttir 44 Hafsteinn Þór Hilmarsson 45 Elsa Zankovic 46 Andrés Fr. Andrésson Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Höfuðborgarlistinn hyggst bjóða fram í Reykjavík Listinn hefur óskað eftir listabókstafnum H. 24. mars 2018 20:38 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Höfuðborgarlistinn, nýtt þverpólitískt stjórnmálaafl í Reykjavík, kynnti í dag framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Björg Kristín Sigþórsdóttir sem mun leiða listann, sagði frambjóðendurna koma úr atvinnulífinu, heilbrigðis-og menntakerfinu og þá sé meðal annars jarðfræðingur og framkvæmdastjóri á listanum. Að sögn Bjargar eru frambjóðendur Höfuðborgarlistans mættir til leiks til að „vinna dagsverkið í Ráðhúsinu“ en í því felst meðal annars að koma böndum á megun. Ástæðan fyrir því að Höfuðborgarlistinn býður fram er sú að frambjóðendum hefur ekki þótt núverandi borgarstjórn standa sig nægilega vel í ýmsum málum eins og til dæmis umhverfismálum og samgöngumálum. „Við höfum sent inn tillögur og ábendingar til borgarinnar í hinum ýmsu málum og það hefur ekki gengið og þá bara ákváðum við það að taka þetta í okkar hendur og við ætlum að sjá um þetta sjálf,“ segir Björg í samtali við Vísi.Vilja koma böndum á mengun„Ég mun klára þau verkefni sem ég tek að mér, eins og varðandi mengunina. Ég mun vinna þetta dagsverk. Mér finnst það óeðlilegt að í borg á norðurslóðum komi í útvarpsfréttum í hverri viku að fólk megi ekki fara út úr húsi, viðkvæmir, börn og aðrir, mér finnst það ekki í lagi. Það þarf að taka til í þessum garði sem mér finnst mikil órækt í. Það þarf að fara inn í hann og taka til,“ segir Björg sem segir að fólkið á bak við Höfuðborgarlistann vera staðráðið í því að koma böndum á mengunina og sjá almennt betur um hreinsun og þrif.Vilja halda í unga fólkiðEitt af aðal stefnumálum flokksins er húsnæðismál unga fólksins. „Okkur skilst að það sé að flýja borgina því það er hátt íbúðaverð. Það vantar íbúðir í úthverfunum eins og í Grafarholti og Norðlingaholti þar eru lóðir sem eru ódýrari. Þar er hægt að byggja upp íbúðir fyrir ungt fólk. Við megum alls ekki við því að missa það út úr borginni. Við þurfum að halda í þetta fólk í borginni. Það mun taka við keflinu af okkur.“Eruði sem sagt ekki fylgjandi þéttingu byggðar?„Ef stefnan er þannig uppbyggð að hún ýtir öðrum hópi í burtu og sinnir bara einhverjum einum hóp þá er það ekki góð samsetning að okkar mati. Við viljum halda í unga fólkið okkar, það mun byggja þessa borg og taka við. Það er eitt af okkar mikilvægustu málefnum,“ segir Björg sem segir að þétting byggðar þurfi ekki endilega að vera slæm en núverandi stefna fæli ungt fólk frá borginni. Uppbyggingarsvæðin henti unga fólkinu ekki fjárhagslega.Þú leiðir listann, hvað hefurðu gert hingað til?„Ég hef mikla reynslu úr atvinnulífinu. Ég hef alist upp í fjölskyldufyrirtæki og rekið mitt eigið fyrirtæki. Ég hef mikla reynslu og er leiðtogi, frumkvöðull og hef margar hugmyndir. Ég er lausnamiðuð og hef kraft sem myndi skila sér í því að klára þau verkefni sem þarf að klára hér í borginni.“Listinn í heild sinni er hér að neðan.1 Björg Kristín Sigþórsdóttir 2 Sif Jónsdóttir 3 Snorri Marteinsson 4 Helga María Guðmundsdóttir 5 Kristín Birna Bjarnadóttir 6 Sólrún Lovísa Sveinsdóttir 7 Böðvar Sigurvin Björnsson 8 Sigurjóna Halldóra Frímann 9 Ingveldur Marion Hannesdóttir 10 Jón Gunnar Benjamínsson 11 Valgeir Ólafsson 12 Hanna Hlíf Bjarnadóttir 13 Rakel Ólafsdóttir 14 Jóhanna G. Frímann 15 Tinna Líf Jörgensdóttir 16 Phiangphit Thiphakdi 17 Ögmundur Reykdal 18 Karen Hauksdóttir 19 Árni Freyr Valdimarsson 20 Hrafnhildur Hákonardóttir 21 Bergþór Frímann Sverrisson 22 Edda Júlía Helgadóttir 23 Lára Kristín Jóhannsdóttir 24 Aldís Jana Arnarsdóttir 25 Chelco Sankovik 26 Alda Ólafsdóttir 27 Leó Sankovic 28 Georg Sankovik 29 Jóhanna Ögmundsdóttir 30 Bryndís Þorkelsdóttir 31 Alda Viggósdóttir 32 Valgerður Friðþjófsdóttir 33 Valgerður Aðalsteinsdóttir 34 Ásdís Ögmundsdóttir 35 Kjartan Guðmundsson 36 Tinna Ýr Einisdóttir 37 Ziatko Kriekic 38 Anna Dís Arnarsdóttir 39 Zhitho Habic 40 Jenný Árnadóttir 41 Guðrún Guðjónsdóttir 42 Audjelka Kricic 43 Rut Agnarsdóttir 44 Hafsteinn Þór Hilmarsson 45 Elsa Zankovic 46 Andrés Fr. Andrésson
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Höfuðborgarlistinn hyggst bjóða fram í Reykjavík Listinn hefur óskað eftir listabókstafnum H. 24. mars 2018 20:38 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Höfuðborgarlistinn hyggst bjóða fram í Reykjavík Listinn hefur óskað eftir listabókstafnum H. 24. mars 2018 20:38