Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 08:19 Facebook hefur einnig átt í vök að verjast eftir uppljóstranir um hvernig Cambridge Analytica gat notað persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda. Vísir/AFP Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum.
Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45