Kanadískur námsmaður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 23:13 Rajeev Ayer hefur verið hér á landi frá því árið 2016 en hann stundar leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Keili. Vísir/Stefán Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent