Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:07 Puigdemont kom til Finnlands á fimmtudaginn í boði finnskra þingmanna. Þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont sé farinn frá Finnlandi. vísir/afp Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018 Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45