Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2018 08:06 Gömlu brúna yfir Eyjafjörð má sjá á myndinni. Svæðið er notað í ýmiss konar útivist. Vísir/Pjetur Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira