Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2018 20:30 Áburðarfarminum skipað á land á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30