Áfram kennarar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2018 13:59 Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun