Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. Vísir/AFp Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan. Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan.
Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00